Utankjörfundaratkvæði í Reykjavík 2003-2012

Í tilefni þess að í dag eru 162 dagar til næstu alþingiskosninga ætlum við að líta á þróun utankjörfundaatkvæðagreiðslna (!) í Reykjavík frá 2003[1. Tölurnar eru unnar upp úr gögnum frá yfirkjörstjórnum í Reykjavík norður og suður og eru birtar með þeirra leyfi].

Á þessu tímabili hafa verið haldnar 11 kosningar, þrennar alþingiskosningar, tvennar sveitarstjórnarkosningar, tvennar forsetakosningar, þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur og svo kosningar til stjórnlagaþings (síðar stjórnlagaráðs). Samanlagt voru greidd um 663.000 atkvæði í þessum kosningum í Reykjavík. Hlutfall utankjörfundaratkvæða var að meðaltali 14%.

Hér má sjá fjölda greiddra utankjörfundaratkvæða í hverjum kosningum.

Utankjörfundaratkvæði í Reykjavík, 2003-2012

Utankjörfundaratkvæði í Reykjavík, 2003-2012

 

Og hér má svo sjá hlutföll greiddra utankjörfundaratkvæða af heildarfjölda greiddra atkvæða.

Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum í Reykjavík, 2003-2012

Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum í Reykjavík, 2003-2012

 

Einar kosningar skera sig úr: forsetakosningarnar í sumar. Þar var hlutfall utankjörfundaratkvæða nærri því fjórðungur, eða 24.76%

Ef við skoðum fjölda utankjörfundaratkvæða eftir kjörstöðum[2. Hér vantar inn í tölur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 2010. Sömuleiðis er Ingunnarskóli talinn sem einn kjörstaður þó honum sé skipt í tvennt í þeim kosningum þar sem Reykjavík er tvö kjördæmi] þá má sjá að stór hluti þessara atkvæða í forsetakosningunum voru atkvæði kjósenda sem kusu í Laugardalshöll (athugið að hér er átt við að kjósandi var á kjörskrá í kjördeild í Laugardalshöll – ekki endilega að hann hafi kosið utan kjörfundar í Laugardalshöll).

[gchart id=”11″]

 

Og hlutfallstölur:

 

[gchart id=”12″]