Úrslit í Reykjavíkurmaraþoni 2012

Það er gaman að hlaupa. Sérstaklega þegar þú ert búinn.

Á dögunum fór Reykjavíkurmaraþonið fram í 29. sinn. 13.410 hlauparar hlupu í sex vegalengdum. Úrslit hlaupsins má sjá á vefnum marathon.is. Í maraþoninu sjálfu eru gefnir upp millitímar á 10, 20, 21.1, 25, 30 og 37.2 kílómetra fresti. Það er sett svona fram á vef hlaupsins:

(Millit. 10k,20k,21.1k,25k,30k,37.2k flögut/Splits 10k,20k,21.1k,25k,30k,37.2 Chiptime)

635  5:26:48 (1:04:00/2:09:42/2:16:37/2:47:24/3:28:36/4:34:59/5:25:00)   13 Robert Carl Cluness         1976  18 - 39 ára IS101

Hér má sjá tíma hlauparans Robert Cluness, sem skrifaði um reynslu sína fyrir tímaritið Reykjavík Grapevine undir fyrirsögninni “Run, fatboy, run!

Eins og sést þá er þetta ekkert sérstaklega notendavæn framsetning. Svona gögn gefa ýmsa möguleika og þessvegna hef ég útbúið lítinn vef sem vinnur aðeins með úrslitin. Kíkjum á hvernig það kemur út fyrir tímana hans Roberts:


[pageview url=”http://gogn.in/marathon/values.php?nafn=Robert+Carl+Cluness” height=”1000px” scrolling=”auto”]

Hér má sjá hvernig millitímar Roberts eru í samanburði við aðra hlaupara, hversu hátt hlutfall keppenda voru á undan (og eftir) honum og hvar hann var í röðinni í sínum kynjaflokki.

Nú mætti að sjálfsögðu bæta þetta enn frekar. Þetta býður t.d. upp á að reikna hraða milli millitíma eða hversu margir fóru framúr keppanda á ákveðnu tímabili. Slík framsetning öskrar eiginlega á kort af hlaupaleiðinni… En það bíður betri tíma.

Hérna geturðu séð þessa framsetningu fyrir alla þá 675 hlaupara sem luku maraþonhlaupinu[1. Úrslitin á vef hlaupsins eru einungis gefin upp fyrir þá sem luku hlaupinu. Örfáir hlauparar hafa enga millitíma (3) og hér og þar vantar tíma inn í. Það skýrist væntanlega af bilunum í mælingarbúnaði. Ekki eru gefnir upp millitímar fyrir styttri vegalengdir (nema í hálfu maraþoni), því eru hér einungis þeir hlauparar sem hlupu maraþon.]