Twitter þjarkur með opnum gögnum á skemman.is

Skemman er rafrænt gagnasafn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Listaháskóla Íslands. Í safninu eru einkum geymd lokaverkefni nemenda en einnig rannsóknarrit kennara og fræðimanna.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn styður opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vinnur markvisst að því að vísindalegt efni verði sem víðast aðgengilegt, ekki síst niðurstöður rannsókna sem unnar eru fyrir opinbert fé.

Aðgengi að vísindarannsóknum er mikilvægt.  Open Access hreyfingin[1. Hér er ágætis útlistun á hvað Open Access er: http://www.earlham.edu/~peters/fos/overview.htm] stækkar og stækkar með hverjum mánuðinum. Hér á landi eru nokkur rafræn gagnasöfn sem safna vísindarannsóknum og er skemman.is þeirra stærst.

Núna eru réttt rúmlega 11400 færslur í þeim grunni, flest allar lokaritgerðir við háskóla, en einnig nokkur tímarit og rannsóknarritgerðir fræðimanna og kennara.

Af þessum 11400 færslum eru 76% sem vísa á gögn sem eru opin (það er að segja hægt að sækja beint á netið). Af þeim 24% sem eftir standa eru 29% sem verða aðgengileg einhverntíman í framtíðinni.

Hér er t.d. lokaritgerðin “Ok skal níð þat standa. Sennur og mannjöfnuður í eddukvæðum” í bókmenntafræði sem sett var inn í Skemmuna í gær. Aðgangur að henni er læstur til 1.10.2013.

Hér að neðan er tafla yfir heiti gagna og dagsetningin sem aðgangur verður opinn. Þetta eru um 800 færslur.

En mest um vert: hér hef ég útbúið twitter þjark (twitter.com/opin_skemma) sem tvítar einusinni á dag þá daga sem aðgengi að gögnum í Skemmunni er aukið.

Hérna eru svo aðrir þjarkar sem ég rek.

Verði þér að góðu.

[table id=14 /]