“Truth is a human right” – ljost.is

Sunnudaginn 29. desember síðastliðinn, um kl 15, birti vefsíðan ljost.is gagnapakka með skjölum frá Glitni. Ljost.is er rekin af The Associated Whistleblowing Press sem er svona lýst á heimasíðu þeirra, www.awp.is:

The Associated Whistleblowing Press (AWP) is a nonprofit organization dedicated to the defense of the human rights by promoting transparency, freedom of information, freedom of speech, whistle-blowing and investigative journalism on a local and international level.

AWP virðist ætla að reka staðbundnar lekasíður í ýmsum löndum, og er sú íslenska þeirra fyrsta og byggir á GlobaLeaks verkefninu.

Gagnapakkinn sem birtur var samanstendur af 4 .zip skrám (Shareholders.zip, Loans.zip, Bok1000.zip og BjarniArmanssonExpensesPaid.zip) sem hver inniheldur .pdf skjöl með gögnum og svo skjali nefnt description.pdf. Þau skjöl innihalda stutta lýsingu frá útgefanda (ljost.is) á efni skjalanna.  Það sem vakti einna helst athygli í gær voru annarsvegar skjöl sem virðast sýna að Glitnir hafi greitt húsaleigu fyrir Bjarna Ármannsson í Osló, eftir að hann lét af störfum, og að aðstandendur ljost.is héldu því fram að Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðhérra hafi skuldað Glitni rúmlega 5 milljarða íslenskra króna. Það var svo orðað á síðunni:

Glitnir 2007-2008 loans list, featuring very low risk loans to enterprises owned by staff and a 5bi ISK loan to the current Icelandic minister of finance.

Í skjalinu description.pdf með þessu meinta lánalista segir svo:

This is a 2007 list of Glitnir loan grants, both in general but as well specified by employees. Employees had also companies, which turned out to be a strategy since when the shares became worthless and these assets were wiped out the loans still stood. When economic collapse arrived, companies which acquired loans went bankrupt and there were no more debt, whereas those who had personal loans were then hit by huge debt. Glitnir allowed their employees to put loans into companies. Values are in ISK thousands. Line nr 11 refers to Bjarni Benediktsson, the present minister of finance, 5bi ISK loan, although quotes from the SIC report point he owed ISK174m.

Jónas Kristjánsson stökk á þetta og birti færslu þar sem fullyrt var að Bjarni Ben hefði fengið 6 milljarða lán frá bankanum. Jónas virðist reyndar hafa skoðað gögnin, því hann tiltekur nákvæma tölu (5,967,126 ) sem fengin er úr skjalinu. Í kjölfarið birti DV svo frétt á vef sínum undir fyrirsögninni “Sex milljarða króna lán til Bjarna Ben“.

Ef gögnin eru hinsvegar skoðuð er ljóst að ekki er um að ræða upphæðir í íslenskum krónum heldur lista yfir handveðsett hlutabréf í bankanum (eða eins og segir í haus dálksins “Hand mortgages factors Objects”) á genginu 26.60. Það gerir skuld Bjarna um 159 milljónir á þeim tíma sem listinn er tekinn saman, sem er ekki svo fjarri þeirri tölu sem birt er í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og ljost.is vísar í í kynningu.

Síðar um daginn, eftir að ýmsir bentu á að lesskilningur ljost.is væri rangur, leiðrétti Jónas færsluna (með nýrri færslu: “Lekinn var villandi) og DV tók fréttina af forsíðu sinni og birti aðra (með undirfyrisögninni “Misskilningur varðandi meint lán Glitnis til Bjarna Ben”).

Ljost.is sendi svo frá sér fréttatilkynningu í morgun og breytti texta á síðunni um hluthafalistann í:

Glitnir 2007-2008 stockholders in objects. Featuring the current minister of finance as a major holder in 13th position.

Vandræðalegt? Frekar.

Lekasíður og samtök sem gera almenningi kleyft að koma nafnlausum upplýsingum á framfæri geta verið mikilvægar. Með nokkurri einföldun má segja að þegar komi að lekum séu tvennskonar hugmyndir uppi. Annarsvegar að allt eigi að birta, óritskoðað (WikiLeaks starfa að miklu leyti eftir þeirri hugmyndafræði) og hinsvegar að leka eigi að birta eftir einhverskonar staðfestingarferli (ekki ósvipað því sem fjölmiðlar hafa unnið eftir, eins og að upplýsingar verði að vera staðfest af tveimur heimildarmönnum).

Ljost.is virðist starfa eftir síðarnefndu hugmyndafræðinni. Á síðunni segir:

First of all staff members will perform a thorough cross-check to verify if the files correspond to true information. This will be done to the furthest extent possible, analyzing factors such possible motives for forgery, cost or difficulty of forgery. Should the case demand it, second opinions will be sought for.

Jafnframt segir:

Sometimes, files sent by whistle-blowers can be a threat to their own anonymity. In these cases, where content or meta-content can lead to the disclosure of a source’s identity, it is necessary to redact the information for safety reasons. This also applies to third parties who can have their privacy violated or are in situations when they might be endangered due to the nature of the information.

Þetta er mikilvægur punktur. Skjöl er hægt að rekja, t.d. ef efni þeirra inniheldur persónugreinanlegar upplýsingar eða ef ráða má uppruna þeirra af samhengi. Það er því pínlegt að nokkur þeirra pdf skjala sem ljost.is dreifði í gær innihalda “metadata” sem virðist vera persónugreinanlegt. Þannig er höfundur skjalsins sem rætt er um hér að ofan (Loans.pdf) tilgreindur sem “jonthh”.

Screenshot 2013-12-30 11.17.53

Annars virðist ljost.is og awp.is vera umhugað um nafnleysi þeirra sem vilja senda til þeirra upplýsingar. Kerfið sem notast er við til að senda skjöl fer í gegnum Tor, sem tryggir að sumu leyti nafnleysi. Að vísu virðist kerfið ekki vera álínis eins og er, en það stendur væntanlega til bóta. Einnig hvetja aðstandendur síðunnar uppljóstrara til að dulrita póst sem sendur er til síðunnar. Það er þó ómögulegt eins og er, þar sem tengill á public PGP lykil síðunnar er óvirkur (sjá hér þar sem slóðin á lykilinn er gefin upp sem þessi).

Það er grundvallaratriði að vel sé staðið að lekum sem þessum. Trúverðugleika er erfitt að vinna aftur, ef efasemdir um hæfni vakna. Ljost.is (og þeir fjölmiðlar sem hlupu á eftir þeim) féllu á því prófi. Það eyðileggur fyrir þeim, sem og öðrum sem vilja gera almenning kleyft að koma gögnum til birtingar nafnlaust. Það er ömurlegt.