kosningar

Staðan skýrist – Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Björt framtíð tapa fylgi

Uppfært 28. okt kl 13:30 með öllum könnunum sem komu út 27. okt. Í fyrri keyrslu vantaði könnun Zenter rannsókna. Efnislega breytir það nánast engu.

Þónokkrar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna á seinustu dögum. Eins og sjá má á grafinu og töflunni hér að neðan, sem byggir á útreikningum reiknilíkans sem lýst er hér og hér.

Fylgi flokka með 95% „credible“ öryggisbilum. Reiknað 28. okt. Viðmiðunardagsetning: 26. okt

Fylgi flokka með 95% „credible“ öryggisbilum. Reiknað 28. okt. Viðmiðunardagsetning: 26. okt

Mat á fylgi flokka
Flokkur Lægri mörk Efri mörk Miðgildi
Sjálfstæðisfl. 24.4 28.6 26.5
Vinstri græn 16.3 19.9 18.1
Píratar 6.2 8.8 7.5
Viðreisn 6.4 9.0 7.7
Framsókn 8.5 11.4 9.9
Samfylkingin 11.5 14.8 13.2
Flokkur fólks 3.0 4.9 3.9
Björt framtíð 1.3 2.6 1.9
Miðflokkurinn 9.1 12.0 10.5

Þróun fylgis yfir tíma

Þróun flokk um og yfir 10% yfir tíma

Þróun flokk um og yfir 10% yfir tíma

Stundum má sjá í umfjöllunum að „fylgið sé á mikilli hreyfingu“. Eins og má sjá á eftirfarandi tveimur gröfum hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins í raun verið merkilega stöðugt. Það sama má segja um fylgi Pírata. Framan af var fylgi VG einnig frekar stöðugt (þó eftir nokkurt stökk við stjórnarslitin) en hefur síðan dalað frá því snemma í október. Að sama skapi hefur fylgi Samfylkingarinnar leitað upp á við síðan í byrjun október. Hjá stóru flokkunum er hæpið að halda því fram að allt „fylgið sé á mikilli hreyfingu“ eða að „Sjálfstæðiflokkurinn sé að ná vopnum sínum“. Raunin er að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar hefa verið með merkilega stöðugt fylgi alla kosningabaráttuna. Hafa ber í huga að fylgiskannanir eru ekki vissa um að flokkur sé að fara vinna sögulega kosningasigra, þó hann mælist hátt í könnunum við upphaf kosningabaráttu. Um þetta má sjá mörg dæmi í undanförnum kosningum. Það ma jafnvel segja að séu frekar ávísun á vonbrigði ef litið er á aukið fylgi í upphafi kosningabaráttunar sem fast í hendi.

Ef atkvæði úr kosningunum á morgun dreifast svipað og hér má sjá er ljóst að Björt framtíð, Píratar og Sjálfstæðisflokkur er að tapa nokkru af fylginu sínu á einu ári. Framsóknarflokkurinn hefur sótt á að undanförnu og tapar því ekki eins miklu og búast mætti við þegar öflugt klofningsframboð fyrrverandi formanns flokksins er tekið með í reikninginn. Bæði Samfylkingin og Vinstri græn sækja hins vegar mikið á, burt séð frá þróun kannanafylgis að undanförnu. Það vekur óneitanlega eftirtekt að Píratar virðast ekki ná að halda í vinsældir sínar þrátt fyrir að vera stjórnarandstöðuflokkur á þingi þar sem ríkisstjórn springur með látum.

Þróun fylgis flokka um og undir 10%

Þróun fylgis flokka um og undir 10%

Hins vegar er önnur þróun hjá þeim flokkum sem mælast með um og undir 10% fylgi. Þar hafði óvænt útspil  Sigmundar Davíðs nokkur „shock“ áhrif, en þau virðast vera nokkuð bundin við þá flokka sem er að finna í grafinu hér að ofan. Þó virðist nýi M-flokkur Sigmundar vera að sækja sitt (kannana)fylgi að langmestu leyti til Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þessi tilfærsla hefur ekki svo mikil áhrif á stórt fylgi Sjálfstæðisflokks en mikil áhrif á lítið fylgi Framsóknarflokksins. Þetta má sjá í könnun Félagsvísindastofnunar sem er sett fram á snilldarlegan hátt hér af Hjálmari Gíslasyni.

Í þeirri könnun er einnig t.a.m. hægt að sjá hvaðan fylgi annarra flokka virðast vera að koma síðan í seinustu kosningum. Í því samhengi má velta því fyrir sér hvaðan sé gott að sækja sér fylgi. Er það t.a.m. jafn öruggt að fá fylgi frá fyrrum kjósendum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar (eins og M-flokkur virðist vera að fá) samanborið við það að fá fylgi frá fyrrum kjósendum Pírata (eins og VG og Samfylking virðast vera að fá). Það er ýmislegt sem bendir til þess að svarendur í könnunum sem lýsa yfir stuðningi við þessa tvo flokka (Sjálfstæðisflokk og Pírata) endurspegli ekki sambærilega það sem þeir eiga að vera að sýna. Með öðrum orðum, er kannanafylgi frá fyrrum kjósendum Pírata jafn mikið í hendi og fyrrum kjósendum Sjálfstæðisflokks?

Útlitið daginn fyrir kjördag

Hægt er að setja fram líklega stöðu á tveimur stærstu flokkunum eins og við höfum gert áður.  Í stuttu máli er Sjálfstæðisflokkur alltaf með hærra fylgi en VG í 60 þús. hermunum.

Flokkur Líkindi að sigra hinn
Vinstri græn 0%
Sjálfstæðisflokkur 100%

 

Líkindin á því að flokkur sé með 5% fylgi (eða hærra) á landsvísu eru eftirfarandi:

Flokkur Líkindi að fylgi sé

5%

 

Björt framtíð 0%
Viðreisn 100%
Miðflokkur 100%
Framsókn 100%
Flokkur fólksins 1.9%
Píratar 100%

 

Gott er að hafa í huga að þó kannanir séu birtar á ákveðnum tímapunkti lýsa þær fyrst og fremst líklegri stöðu í fortíðinni en eru ekki spár í eiginlegum skilningi. Þ.e. þær eru ekki að leggja mat á líkur á óorðnum atburði. Það sama á einnig við um úrvinnslur eins og hér er sagt frá. Kannanaaðilar geta einnig haft rangt fyrir sér, eins og dæmin hafa sannað. Þó er þetta okkar besta mat á hvernig kosningaætlun kjósenda er nú stuttu fyrir kosningar.

 

– Helgi Eiríkur Eyjólfsson

helgi.eirikur@gmail.com

Sjálfstæðisflokkur í yfirburðastöðu, VG tekur dýfu

Sjálfstæðisflokkurinn virðist, eftir greiningu síðustu kannana, hafa sótt í sig veðrið og hefur nú haft sætaskipti við Vinstri græn sem fylgismesti stjórnmálaflokkurinn í aðdraganda kosninganna. Á sumum fréttamiðlum hefur mátt lesa undanfarið að fylgi Sjálfstæðisflokks og VG hafi haldist stöðugt í kosningabaráttunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi er hins vegar nokkuð síðan að leiðir byrjuðu að skilja.

Þróun stærri flokka yfir tíma. Punktalínan táknar stjórnarslitin.

Þróun stærri flokka yfir tíma. Punktalínan táknar stjórnarslitin.

Mat á fylgi flokkana nú þegar um vika er í kosningar er eftirfarandi.

Mat á fylgi flokka – Reiknað 23. okt
Flokkur Lægri mörk Efri mörk Miðgildi
Sjálfstæðisfl. 24.6 30.4 27.5
Vinstri græn 18.7 23.7 21.1
Píratar 5.1 8.5 6.8
Viðreisn 3.5 6.3 4.9
Framsókn 6.5 10.0 8.2
Samfylkingin 10.7 15.0 12.8
Flokkur fólksins 2.7 5.4 4.0
Björt framtíð 1.0 2.8 1.9
Miðflokkurinn 9.9 13.6 11.7

 

Dreifing á fylgi

Dreifing á fylgi

Á grafinu hér að ofan má sjá hvernig fylgi flokkana tveggja dreifist í 60 þús. hermunum. Fylgi VG er meira en Sjálfstæðisflokksins í einungis 0,2% tilfella. Það er nokkuð breyting frá því hvernig hlutirnir voru fyrir skömmu síðan, en þann 9. október birtum við greiningu þar sem fylgi VG var meira en Sjálfstæðisflokks í 85% tilfella. Það var fyrsta greiningin sem reynir að leiðrétta fyrir ofmati kannana á fylgi Sjálfstæðisflokksins eins og það birtist í seinustu tveimur þingkosningum og má lesa nánar um hér.

 

Fylgi flokka með 95% „credible“ öryggisbilum. Reiknað 23. okt

Fylgi flokka með 95% „credible“ öryggisbilum. Reiknað 23. okt

Kosningaætlun landsmanna fyrir þingkosningar 2017

Mat á kosningaætlun 27 sept

Við endurtökum leikinn frá þingkosningum 2013! Þá tókum við saman kannanir sem birtust fyrir kjördag og drógum þær saman og skoðuðum í samhengi. Mögulega fyrst allra á Íslandi? Hver veit. Nú eru nýir og breyttir tímar og aðrar (vonandi betri) aðferðir.

Gengið verður til þingkosninga á Íslandi þann 28. október næstkomandi eftir nokkuð bráð stjórnarslit sem urðu 15. september. Þá sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Forseti rauf þing stuttu seinna og boðaði þar með til kosninga.

Hér er markmiðið að auðvelda okkur og öðrum að leggja mat á hvað fylgiskannanir eru að segja okkur og hvernig staðan í fylgi flokkanna í kosningabaráttunni er. Ef hver fylgiskönnun sem birtist er tekin og skoðuð einangruð frá öllum öðrum fylgiskönnunun, getur verið snúið að átta sig á stöðunni. Með því að draga þær allar saman og líta á þær sem gagnapunkta getum við síað út suðið og reynt að átta okkur betur á merkinu.

Eftir því sem kannanir berast munum við uppfæra matið á fylginu og ekki síst mat á óvissunni. Við gerum það með því að mata baysískt tölfræðilíkan á uppfærðum gögnum. Markmiðið er að geta lagt öruggara mat á undirliggjandi fylgið við hvern flokk en einstakar kannanir gefa okkur.

Við munum auk mats á fylgi flokkana á hverjum tíma gera grein fyrir því hvaða flokkur er líklegastur til að fá flest atkvæði á landsvísu, og þar með „sigra“ kosningarnar. Einnig munum við leggja mat á hversu líklegt er að flokkar sem eru við 5% mörkin séu við að fá 5% eða meira fylgi á landsvísu. Það er algengur misskilningur að í íslenska kosningakerfinu sé 5% þröskuldur sem flokkar þurfa að ná til að koma til greina við úthlutun þingsæta. Það er ekki svo. Hin svokallaða „5% regla“ er hins vegar sú regla að til þess að koma til greina við úthlutun jöfnunarsæta verður flokkur að vera með að lágmarki 5% á landsvísu. Flokkur með mikið fylgið í einu kjördæmi getur því alveg fengið kjördæmakjörið þingsæti, en verið undir 5% fylgi á landsvísu. Kjördæmakjörni þingmaður þess flokks fengi að sjálfsögðu sitt sæti þó að flokkurinn kæmi ekki til greina í úthlutun jöfnunarsæta. Þetta er þó ekki algengt, en hefur gerst. Árið 1999 fékk Frjálslyndi flokkurinn 17.7% fylgi á Vestfjörðum, en einungis 4,2% á landsvísu.

Líkanið

Til að meta hvert fylgið er notast við Baysískar tölfræðiaðferðir og Monte Carlo hermanir við gerð líkansins. Líkanið er að mestu leyti byggt á líkani sem Kai Arzheimer notaðist við til að greina fylgiskannanir í þýsku þingkosningunum og má lesa um hér. Okkar líkan byggir á aðferðum hans, vinnu Simon Jackman og bloggins Mark the ballot.

Fylgi við flokka á hverjum tíma (kosningaætlun eða voting intention) er ekki hægt að skoða með beinum hætti. Fylgið er m.ö.o. dulin stærð. Á því er ein undantekning og það eru kosningar, sem er eini tímapunkturinn þar sam fylgið er ekki dulin stærð.

Því er líkan notað til að meta fylgi fyrir hvern dag á tímabilinu sem er verið að skoða. Kosningaætlun breytir því um stöðu á hverjum degi tengjast saman og mynda Markov-ferli. Matið byggir á því að kosningaætlun í dag er sé að mestu leyti eins og hún var í gær og fylgi einhverri líkindadreifingu. Þannig gerir líkanið ráð fyrir að kosningaætlun í dag sé að mestu leyti eins og kosningætlun í gær. Gagnapunktar líkansins eru fylgiskannanir sem birtast með óreglulegu bili og er líkanið uppfært með þeim gögnum.

Til að fá niðurstöður úr líkaninu er beitt aðferð byggðri á Markov keðjum og slembitölum og kallast Markov keðju Monte Carlo aðferðir.

Líkanið er enn í vinnslu og gæti breyst frá því þetta er skrifað (2.okt 2017).

Meira um aðferðafræði þess hvernig fylgið/kosningaætlun er metin kemur síðar (væntanlega/kannski).

Staðan samkvæmt nýjustu könnunum

Á myndinni má sjá niðurstöður líkansins um hvert miðgildi fylgis er ásamt 95% Baysískum öryggisbilum (credible interval).

Mat á kosningaætlun 27 sept

Í töflu:

Mat á fylgi flokka 27. sept 2017
Flokkur lægri efri miðgildi
Sjálfstæðisfl. 21.1 26.9 24.0
Vinstri græn 23.1 28.2 25.7
Píratar 8.9 12.7 10.8
Viðreisn 3.0 5.7 4.3
Framsókn 5.3 8.6 7.0
Samfylkingin 6.9 10.5 8.7
Flokkur fólks 6.7 10.1 8.4
Björt framtíð 2.6 5.0 3.8
Stj.fl. SDG 5.1 7.7 6.4

Þróun stærri flokka (>10%) yfir tíma

Þróun stærri flokka 27 sept

Grafið sýnir hvernig líkanið metur þróun fylgis Sjálfstæðisflokks og VG síðustu vikur. Línurnar tákna matið á fylgi, skyggðu svæðin tákna 95% credible interval, og punktarnir eru einstakar kannanir. Punktalínan sem er dregin 15. sept táknar stjórnarslitin.

Þróun minni flokka (<10%) yfir tíma

Þróun smærri flokka

Grafið sýnir hvernig líkanið metur þróun fylgis annarra helstu flokka (~ 10% fylgi) síðustu vikur. Línurnar tákna hvernig líkanið metur fylgið, og punktarnir eru einstakar kannanir. Punktalíkan sem er dregin 15. sept táknar stjórnarslitin, og rauða punktalínan á y-ásnum táknar lágmarkið til að geta fengið uppbótarþingsæti. Skyggðu svæðunum er sleppt hér til að gera grafið læsilegra. Athugið að matið á nýja Miðflokknum er ónákvæmara en mat á öðrum þar sem hann kom ekki fram fyrr en seint á tímabílinu.

Siguvegari kosninganna

Dreifing fylgis D og V

Niðurstöður úr 60 þúsund hermunum. Myndin sýnir hvernig fylgið dreifist hjá tveimur stærstu flokkunum (Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum). Gæti fallið hvoru megin sem er eins og staðan er 27. sept 2017. Í töflunni hér að neðan má sjá líkurnar (í prósentum) á að VG sigri Sjálfstæðisflokkinn (fleiri atkvæði á landsvísu) annarsvegar og hinsvegar líkurnar á að Sjálfstæðisflokkur sigri VG.

Flokkur Líkindi að sigra hinn
Vinstri græn 77.4%
Sjálfstæðisflokkur 22.6%

Ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Koss dauðans?

Líkanið metur líkindi Bjartrar framtíðar að komast á þing frekar lág. Í 60 þúsund hermunum nær BF 5% marki fyrir uppbótarþingmenn í \(\frac{1793}{60000}\) tilfella. Það gerir 3% líkur á að BF komist á þing.

Aðrir sem eru við þröskuldinn eru Viðreisn með punktmat upp á 4.3%. Líkanið metur líkindin á að Viðreisn sé yfir 5% upp á 17.5%. Í töflunni að neðan má sjá líkindin á að vera fyrir ofan 5% eins og staðan er skv. nýjustu fylgiskönnunum.

Flokkur Líkindi að fylgi sé \(\geq 5\%\)
Björt framtíð 3%
Viðreisn 17.5%
Miðflokkur SDG 98.5%
Framsókn 99.2%
Flokkur fólksins 99.2%

Eins og sjá má metur líkanið að Miðflokkur SDG, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins yrðu örugg inn. Hins vegar er Björt framtíð með hverfandi líkur en Viðreisn aðeins betri.

Líkanið mun uppfærast eftir því sem gögn bætast við eða líkanasmíð framvindur.

– Helgi Eiríkur Eyjólfsson

 

Fylgi flokkanna á kjördag

Í gær birtum við nokkur gröf um þróun fylgis flokka í þessum pósti hér en á þeim tíma sem myndirnar voru plottaðar og til dagsins í dag hafa bæst við þrjár kannanir í gagnasettið. Í dag er kjördagur og því liggur nokkuð ljóst fyrir að seinustu fylgiskannanir eru komnar í hús. Því er ekkert minna en sjálfsagt að keyra aftur út greiningar á fylginu miðað við nýjustu mælipunkta. Svona lítur því fylgið út á kjördag, samkvæmt fylgiskönnunum: p-final2

 

Frá því í gær hefur ekki mikið óvænt gerst. Sjálfstæðisflokkur heldur áfram að vinna á og Framsókn dalar. Því verður það fullyrt hér að Sjálfstæðisflokkurinn verður „sigurvegari“ kosninganna í dag. Eða öllu heldur sá flokkur sem nær mestu fylgi. Spurningin er bara hvort flokkurinn nái að komast yfir 30% eða ekki. Ríkisstjórnarflokkarnir Vinstri græn og Samfylkingin halda áfram að bæta við sig fylgi, en þetta of lítið og of seint. Björt framtíð heldur áfram að rúlla niður brekkuna sína eins og þau hafa gert allt árið, og upp á síðkastið hefur hún bara orðið brattari ef eitthvað er. Hjá flokki sem vill minna vesen, er þetta töluvert vesen hjá þeim. Píratar, sem hófu árið á mælingu vel undir prósenti, hafa verið á góðri siglingu alla kosningabaráttuna og náð árangri sem væntanlega kom mörgum á óvart. Kannski ekki síst þeim sjálfum. En kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið og meðbyrinn virðist hafa minnkað seinustu daga og viku og vísar nú enda línunnar niður á við. Kjördagur hlýtur því að vera dagur varnarbarráttu nýju framboðanna.

Stóra myndin í fylgisþróun

Til samanburðar á myndinni að ofan um fylgisþróun flokkana er ágætt að bera hana saman við mynd sem birtist í Fréttablaðinu í dag í góðri samantekt Kolbeins Óttarssonar Proppé á kosningabaráttunni . Þar fylgir eftirfarandi mynd umfjölluninni og sýnir mælingar Fbl./S2 á fylgi flokkanna. Fbl kannanir KOP kosningadagur

Hér má sjá glöggt sjá muninn á þessum tveimur framsetningum. Munurinn á grafi Fbl. og grafi okkar er  nokkur. Hjá Fréttablaðinu er ekki að sjá að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stefna í sitthvora áttina; Framsókn niður í fylgi og Sjálfstæðisflokkur upp. Björt framtíð og Píratar virðast jafnvel vera að bæta við sig fylgi, en ekkert slíkt í að sjá í okkar greiningu, þar sem allar mælingar sem okkur standa til boða eru notaðar. Það er því spurning hví Fréttablaðið kýs nota einungis sínar eigin fylgiskannanir en ekki aðrar sem liggja á lausu. Einfalt fréttamat getur ekki ráðið því, ekki nema að fréttamatið sé að aðrar fylgiskannanir séu ónothæfar.

Samanburður mælinga

Hér að neðan má svo sjá samanburð á fylgismælingum flokkana. Það getur verið ágætt að velta því fyrir sér hvort það sé möguleiki á einhverjum „house effects“ hjá mismunandi könnunarfyrirtækjum þegar litið er yfir þessi gröf; þ.e.a.s. hvort könnunaraðilar mæli einhverja flokka alla jafna hærri eða lægri en aðrir.

P2-final2

 Fylgi einstakra flokka

Ap-final2 Vp-final2 Sp-final2 Dp-final2Pp-final2

Bp-final2

 

Gleðilegan kjördag, allir saman!

– Helgi Eiríkur Eyjólfsson, helgi.eirikur@gmail.com@svelgur