Alþingisvefurinn bættur

Það er eins algild skoðun og getur verið að vefur Alþingis þarfnist stórkostlegra endurbóta. Hlutar vefsins eru, að mér sýnist, keyrðir á perl skriftum frá 1995 og framsetning efnis (sem og aðgengi að því) er fyrir neðan allar hellur.

Eitt sem truflar mig er útlit á ræðum og lagasafni. Engar spássíur eru í texta, sem gerir hann ill-læsilegan. Letur er í smærra lagi og fjöldi neðanmálsgreina gerir línubil ójafnt.

(more…)