Taflið hefur snúist við hjá Sjálfstæðisflokki og VG

Fylgi allra flokka. Mat reiknað 18. okt

Fylgi allra flokka. Mat reiknað 18. okt

Samkvæmt mati okkar á fylgi flokkana í aðdraganda þingkosningar 2017 hafa vinstri græn verið með yfirhöndina frá því við birtum fyrstu útreikninga hér. Síðan þá hefur VG haft betur en það dregið hefur saman með flokkunum tveimur jafn og þétt. Síðast voru ca. 50/50 líkur. Nú eru niðurstöður líkansins sú að Sjálfstæðisflokkur virðist nú njóta mestan stuðning kjósenda þegar tíu dagar eru til kjördags.

Flokkur Lægri mörk Efri mörk Miðgildi
Sjálfstæðisfl. 22.1 27.4 24.7
Vinstri græn 19.5 24.3 21.8
Píratar 6.7 10.1 8.4
Viðreisn 4.1 6.8 5.4
Framsókn 6.3 9.4 7.8
Samfylkingin 12.0 16.1 14.0
Flokkur fólks 3.6 6.3 4.9
Björt framtíð 1.0 2.7 1.8
Miðflokkurinn 8.9 12.2 10.5

 

Hér má síðan sjá svipaða mynd sem sýnir dreifingu fylgis flokkana úr 60 þús. hermunum.

Dreifing á fylgi úr hermunum

Dreifing á fylgi úr hermunum. Rauða punktalínan táknar 5% mörkin til að eiga möguleika á uppbótarþingsætum.

 

Eins og staðan er í dag er metur líkanið líkurnar á að Sjálfstæðisflokkur sé stærri en VG upp á 92%. Staðan var þveröfug fyrir stuttu síðan.

Flokkur Líkindi að sigra hinn
Vinstri græn 8.2%
Sjálfstæðisflokkur 91.8%