Staðan skýrist – Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Björt framtíð tapa fylgi

Uppfært 28. okt kl 13:30 með öllum könnunum sem komu út 27. okt. Í fyrri keyrslu vantaði könnun Zenter rannsókna. Efnislega breytir það nánast engu.

Þónokkrar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna á seinustu dögum. Eins og sjá má á grafinu og töflunni hér að neðan, sem byggir á útreikningum reiknilíkans sem lýst er hér og hér.

Fylgi flokka með 95% „credible“ öryggisbilum. Reiknað 28. okt. Viðmiðunardagsetning: 26. okt

Fylgi flokka með 95% „credible“ öryggisbilum. Reiknað 28. okt. Viðmiðunardagsetning: 26. okt

Mat á fylgi flokka
Flokkur Lægri mörk Efri mörk Miðgildi
Sjálfstæðisfl. 24.4 28.6 26.5
Vinstri græn 16.3 19.9 18.1
Píratar 6.2 8.8 7.5
Viðreisn 6.4 9.0 7.7
Framsókn 8.5 11.4 9.9
Samfylkingin 11.5 14.8 13.2
Flokkur fólks 3.0 4.9 3.9
Björt framtíð 1.3 2.6 1.9
Miðflokkurinn 9.1 12.0 10.5

Þróun fylgis yfir tíma

Þróun flokk um og yfir 10% yfir tíma

Þróun flokk um og yfir 10% yfir tíma

Stundum má sjá í umfjöllunum að „fylgið sé á mikilli hreyfingu“. Eins og má sjá á eftirfarandi tveimur gröfum hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins í raun verið merkilega stöðugt. Það sama má segja um fylgi Pírata. Framan af var fylgi VG einnig frekar stöðugt (þó eftir nokkurt stökk við stjórnarslitin) en hefur síðan dalað frá því snemma í október. Að sama skapi hefur fylgi Samfylkingarinnar leitað upp á við síðan í byrjun október. Hjá stóru flokkunum er hæpið að halda því fram að allt „fylgið sé á mikilli hreyfingu“ eða að „Sjálfstæðiflokkurinn sé að ná vopnum sínum“. Raunin er að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar hefa verið með merkilega stöðugt fylgi alla kosningabaráttuna. Hafa ber í huga að fylgiskannanir eru ekki vissa um að flokkur sé að fara vinna sögulega kosningasigra, þó hann mælist hátt í könnunum við upphaf kosningabaráttu. Um þetta má sjá mörg dæmi í undanförnum kosningum. Það ma jafnvel segja að séu frekar ávísun á vonbrigði ef litið er á aukið fylgi í upphafi kosningabaráttunar sem fast í hendi.

Ef atkvæði úr kosningunum á morgun dreifast svipað og hér má sjá er ljóst að Björt framtíð, Píratar og Sjálfstæðisflokkur er að tapa nokkru af fylginu sínu á einu ári. Framsóknarflokkurinn hefur sótt á að undanförnu og tapar því ekki eins miklu og búast mætti við þegar öflugt klofningsframboð fyrrverandi formanns flokksins er tekið með í reikninginn. Bæði Samfylkingin og Vinstri græn sækja hins vegar mikið á, burt séð frá þróun kannanafylgis að undanförnu. Það vekur óneitanlega eftirtekt að Píratar virðast ekki ná að halda í vinsældir sínar þrátt fyrir að vera stjórnarandstöðuflokkur á þingi þar sem ríkisstjórn springur með látum.

Þróun fylgis flokka um og undir 10%

Þróun fylgis flokka um og undir 10%

Hins vegar er önnur þróun hjá þeim flokkum sem mælast með um og undir 10% fylgi. Þar hafði óvænt útspil  Sigmundar Davíðs nokkur „shock“ áhrif, en þau virðast vera nokkuð bundin við þá flokka sem er að finna í grafinu hér að ofan. Þó virðist nýi M-flokkur Sigmundar vera að sækja sitt (kannana)fylgi að langmestu leyti til Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þessi tilfærsla hefur ekki svo mikil áhrif á stórt fylgi Sjálfstæðisflokks en mikil áhrif á lítið fylgi Framsóknarflokksins. Þetta má sjá í könnun Félagsvísindastofnunar sem er sett fram á snilldarlegan hátt hér af Hjálmari Gíslasyni.

Í þeirri könnun er einnig t.a.m. hægt að sjá hvaðan fylgi annarra flokka virðast vera að koma síðan í seinustu kosningum. Í því samhengi má velta því fyrir sér hvaðan sé gott að sækja sér fylgi. Er það t.a.m. jafn öruggt að fá fylgi frá fyrrum kjósendum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar (eins og M-flokkur virðist vera að fá) samanborið við það að fá fylgi frá fyrrum kjósendum Pírata (eins og VG og Samfylking virðast vera að fá). Það er ýmislegt sem bendir til þess að svarendur í könnunum sem lýsa yfir stuðningi við þessa tvo flokka (Sjálfstæðisflokk og Pírata) endurspegli ekki sambærilega það sem þeir eiga að vera að sýna. Með öðrum orðum, er kannanafylgi frá fyrrum kjósendum Pírata jafn mikið í hendi og fyrrum kjósendum Sjálfstæðisflokks?

Útlitið daginn fyrir kjördag

Hægt er að setja fram líklega stöðu á tveimur stærstu flokkunum eins og við höfum gert áður.  Í stuttu máli er Sjálfstæðisflokkur alltaf með hærra fylgi en VG í 60 þús. hermunum.

Flokkur Líkindi að sigra hinn
Vinstri græn 0%
Sjálfstæðisflokkur 100%

 

Líkindin á því að flokkur sé með 5% fylgi (eða hærra) á landsvísu eru eftirfarandi:

Flokkur Líkindi að fylgi sé

5%

 

Björt framtíð 0%
Viðreisn 100%
Miðflokkur 100%
Framsókn 100%
Flokkur fólksins 1.9%
Píratar 100%

 

Gott er að hafa í huga að þó kannanir séu birtar á ákveðnum tímapunkti lýsa þær fyrst og fremst líklegri stöðu í fortíðinni en eru ekki spár í eiginlegum skilningi. Þ.e. þær eru ekki að leggja mat á líkur á óorðnum atburði. Það sama á einnig við um úrvinnslur eins og hér er sagt frá. Kannanaaðilar geta einnig haft rangt fyrir sér, eins og dæmin hafa sannað. Þó er þetta okkar besta mat á hvernig kosningaætlun kjósenda er nú stuttu fyrir kosningar.

 

– Helgi Eiríkur Eyjólfsson

helgi.eirikur@gmail.com