Staðan 14. okt – Sjálfstæðisflokkur og VG hnífjöfn
Það eru sléttar tvær vikur í kjörfund. Frá því við hittum ykkur síðast, fyrir fimm dögum, hafa birst 4 fylgiskannanir. Frá Fréttablaðinu/365, MMR, Gallup og Félagsvísindastofnun. Það dregur saman í fylgi stærstu flokkana, Sjálfstæðisflokksins og VG, og líkanið greinir varla mun þar á.
Flokkur | Neðri mörk | Efri mörk | Miðgildi |
---|---|---|---|
Sjálfstæðisfl. | 23.8 | 28.2 | 26.0 |
Vinstri græn | 23.9 | 28.1 | 26.0 |
Píratar | 5.7 | 8.2 | 6.9 |
Viðreisn | 2.2 | 4.1 | 3.1 |
Framsókn | 4.9 | 7.2 | 6.1 |
Samfylkingin | 11.6 | 14.7 | 13.1 |
Flokkur fólksins | 5.3 | 7.7 | 6.5 |
Björt framtíð | 2.3 | 4.0 | 3.1 |
Miðflokkurinn | 6.6 | 9.1 | 7.8 |
Eins og sjá má á töflunni hér að neðan ræður hending því hvor sé stærri flokkurinn í augnablikinu.
Flokkur | Líkindi að sigra hinn |
---|---|
Vinstri græn | 51% |
Sjálfstæðisflokkur | 49% |
Á grafinu hér að ofan má sjá hvernig fylgið dreifist í 60 þús hermunum.
Þróun yfir tíma
Eins og sjá má gröfunum hefur Samfylkingin töluvert sótt í sig veðrið að undanförnu og flokkur Pírata heldur áfram að lækka jafn og þétt.
Hér og hér má lesa nánar um aðferðirnar við matið á kosningaætlun landsmanna fyrir þingkosningar 2017.