Staðan 14. okt – Sjálfstæðisflokkur og VG hnífjöfn

Það eru sléttar tvær vikur í kjörfund. Frá því við hittum ykkur síðast, fyrir fimm dögum, hafa birst 4 fylgiskannanir. Frá Fréttablaðinu/365, MMR, Gallup og Félagsvísindastofnun. Það dregur saman í fylgi stærstu flokkana, Sjálfstæðisflokksins og VG, og líkanið greinir varla mun þar á.

Flokkur Neðri mörk Efri mörk Miðgildi
Sjálfstæðisfl. 23.8 28.2 26.0
Vinstri græn 23.9 28.1 26.0
Píratar 5.7 8.2 6.9
Viðreisn 2.2 4.1 3.1
Framsókn 4.9 7.2 6.1
Samfylkingin 11.6 14.7 13.1
Flokkur fólksins 5.3 7.7 6.5
Björt framtíð 2.3 4.0 3.1
Miðflokkurinn 6.6 9.1 7.8
Fylgi allra flokka. Mat reiknað 14. okt

Fylgi allra flokka. Mat reiknað 14. okt

Eins og sjá má á töflunni hér að neðan ræður hending því hvor sé stærri flokkurinn í augnablikinu.

Flokkur Líkindi að sigra hinn
Vinstri græn 51%
Sjálfstæðisflokkur 49%
Dreifing fylgis Sjálfstæðisflokks og VG. Reiknað 14. okt

Dreifing fylgis Sjálfstæðisflokks og VG. Reiknað 14. okt

Á grafinu hér að ofan má sjá hvernig fylgið dreifist í 60 þús hermunum.

Þróun yfir tíma

Eins og sjá má gröfunum hefur Samfylkingin töluvert sótt í sig veðrið að undanförnu og flokkur Pírata heldur áfram að lækka jafn og þétt.

Stærri flokkar. Mat reiknað 14. okt

Stærri flokkar. Mat reiknað 14. okt

Minni flokkar. Mat reiknað 14. okt

Minni flokkar. Mat reiknað 14. okt

 

Hér og hér má lesa nánar um aðferðirnar við matið á kosningaætlun landsmanna fyrir þingkosningar 2017.