Sjálfstæðisflokkur í yfirburðastöðu, VG tekur dýfu

Sjálfstæðisflokkurinn virðist, eftir greiningu síðustu kannana, hafa sótt í sig veðrið og hefur nú haft sætaskipti við Vinstri græn sem fylgismesti stjórnmálaflokkurinn í aðdraganda kosninganna. Á sumum fréttamiðlum hefur mátt lesa undanfarið að fylgi Sjálfstæðisflokks og VG hafi haldist stöðugt í kosningabaráttunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi er hins vegar nokkuð síðan að leiðir byrjuðu að skilja.

Þróun stærri flokka yfir tíma. Punktalínan táknar stjórnarslitin.

Þróun stærri flokka yfir tíma. Punktalínan táknar stjórnarslitin.

Mat á fylgi flokkana nú þegar um vika er í kosningar er eftirfarandi.

Mat á fylgi flokka – Reiknað 23. okt
Flokkur Lægri mörk Efri mörk Miðgildi
Sjálfstæðisfl. 24.6 30.4 27.5
Vinstri græn 18.7 23.7 21.1
Píratar 5.1 8.5 6.8
Viðreisn 3.5 6.3 4.9
Framsókn 6.5 10.0 8.2
Samfylkingin 10.7 15.0 12.8
Flokkur fólksins 2.7 5.4 4.0
Björt framtíð 1.0 2.8 1.9
Miðflokkurinn 9.9 13.6 11.7

 

Dreifing á fylgi

Dreifing á fylgi

Á grafinu hér að ofan má sjá hvernig fylgi flokkana tveggja dreifist í 60 þús. hermunum. Fylgi VG er meira en Sjálfstæðisflokksins í einungis 0,2% tilfella. Það er nokkuð breyting frá því hvernig hlutirnir voru fyrir skömmu síðan, en þann 9. október birtum við greiningu þar sem fylgi VG var meira en Sjálfstæðisflokks í 85% tilfella. Það var fyrsta greiningin sem reynir að leiðrétta fyrir ofmati kannana á fylgi Sjálfstæðisflokksins eins og það birtist í seinustu tveimur þingkosningum og má lesa nánar um hér.

 

Fylgi flokka með 95% „credible“ öryggisbilum. Reiknað 23. okt

Fylgi flokka með 95% „credible“ öryggisbilum. Reiknað 23. okt