Ruslafötur í Reykjavík

Ruslastampar í Reykjavík | Heimild: Borgarvefsjá

Það er mikil umræða um rusl í borginni þessa daga. Það mætti halda að engin borg sé eins útötuð í drasli eins og Reykjavík.

Samkvæmt Borgarvefjsá þá eru 1069 ruslastampar í borginni. Það gerir eina ruslafötu á hverja 111 borgara (miðað við 118.814 íbúa). Nú hef ég ekki leitað vel að tölum fyrir aðrar borgir, en hér er frétt frá 2011 um fjöldann í Vancouver, Kanada. Þar var hlutfallið 1 fata á hverja 535 borgara.

Kannski erum við best í heimi í þessu, eins og flestu öðru?

Ruslafötur á íbúa

Reykjavík: 1 fyrir hverja 111 

Vancouver: 1 fyrir hverja 535