Notendur einkamal.is

Í dag birtist í nettímaritinu Kjarnanum stutt umfjöllun um rannsókn sem við höfum unnið að undanfarið. Við söfnuðum upplýsingum um rétt rúmlega 12.000 notendanöfn stefnumótasíðunnar einkamal.is. Eins og eðlilegt er þá gefa notendur stefnumótasíðna upp ýmsar upplýsingar um sig. Þegar búið er að safna þeim saman á einn stað – og setja upp eins og skráning hvers notenda sé svar við könnun – kemur ýmislegt merkilegt í ljós.

En fyrst: Hérna geturðu nálgast hrágögn og hérna geturðu skoðað gögnin á frábærum vef DataMarket.

Áfram með stuðið!

Gögnunum var safnað með því að notast við leitarvél einkamal.is. Samkvæmt vefnum eru nú 30.936 skráð notendanöfn, en víðasta leit í hvert sinn skilar aðeins um 10.000 notendanöfnum. Daglega var safnað nýjum nöfnum og því er þýðið okkar 12.003 notendanöfn. Töluverðar daglegar nýskráningar virðast vera; þannig voru skráð 55 ný notendanöfn laugardaginn 13. október.

Hver notandi verður að gefa upp kyn (og hefur úr að velja „Karlmaður“ eða „Kvenmaður“ – hér er góð grein um ástæður þess að tvíhyggja í skráningu á kyni er ekki sérlega sniðug). Svona er kynjaskiptingin:

Hér má sjá að karlar eru í töluverðum meirihhluta.

Auk þess að skrá kyn verður hver skráning að innihalda aldur og staðsetningu. Hér má sjá aldursskiptingu kynjanna:

Tvennt vekur athygli hér: Hátt hlutfall 33 ára karla og sömuleiðis hátt hlutfall 19 ára kvenna. Hlutfall 33 ára karla má skýra með því að við nýskráningu er sjálfgefið val: Gagnkynhneigður karl á höfuðborgarsvæðinu, fæddur 1980. Hér er því um augljósan galla í hönnun vefsins að ræða. Enda kemur það vel fram þegar lýsing þessara notenda á sjálfum sér er lesin að nokkur hluti þeirra er alls ekki karlkyns og alls ekki 33 ára. Erfiðara er að segja til um hvers vegna 19 ára konur eru áberandi. Your guess is as good as mine.

Ef við skoðum aldursbil þá sést vel að meirihluti notendanafna eru skráð á aldrinum 20–34 ára.

Þriðja áskilda breytan er búseta:

Yfirgnæfandi meirihluti á höfuðborgarsvæðinu. Einungis 67 notendanöfn segjast búa á Vestfjörðum.

Auk þess að skrá þessar skylduupplýsingar þá getur notandi skráð svör við spurningunni „Hef áhuga á“. Þar eru þessir valmöguleikar: Stefnumót, vinátta/spjall, skyndikynni, BDSM, pör.  Svona er kynjaskipting þeirra sem merktu við þá flokka:

Hjá körlum eru tæplega 27% sem vilja skyndikynni – á móti 12% kvenna. Tæplega 45% kvenna vilja vináttu/spjall á móti tæplega 33% karla.

Auk þessara breyta geta skráðir notendur sett inn upplýsingar um sig, svo sem hæð, þyngd, augnlit, hárlit og hvort notandinn sækist eftir kynnum við karl eða konu.

Allt þetta má skoða hérna. Góða skemmtun!