Hundar í nágrenninu

Hvað ætli séu margir hundar í Reykjavík?

16. maí síðastliðinn tók gildi ný samþykkt um hundahald í borginni. Þar er kveðið á um að skrá yfir veitt leyfi til hundahalds skuli birt á heimasíðu umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. Og nú er listinn kominn á netið hér.

Þarna má leita eftir heimilisföngum. Það er svosem ágætt. En væri ekki gaman að sjá þetta á korti? Jú, það væri það einmitt.

Þessvegna tók ég gögnin saman og útbjó kort sem er hér: gogn.in/hundar. Þar má sjá hversu mörg hundaleyfi eru í næsta nágrenni við hvaða punkt sem er í borgarlandinu.

Smá tölfræði:

[table id=1 /]

 

Götur með flesta hunda:

Fannafold: 36
Bakkastaðir: 26
Smárarimi: 26
Vættaborgir: 24
Esjugrund: 23

Hér fyrir neðan geturðu leikið þér með kortið eða smellt hér til að opna það í öðrum glugga:

[pageview url=”http://gogn.in/hundar” height=”1000px” scrolling=”auto”]