Fjarvistir þingmanna

Í byrjun árs 2011 vann ég í skamman tíma við að skrifa “fréttir” fyrir eyjan.is. Ein þeirra var samantekt á fjarvistum þingmanna á frá 120. þingi til þess 138., en því var þá nýlokið. Samantektin er hér.

Nú hef ég uppfært þessa samantekt þannig að hún nái einnig yfir 139. og það sem liðið er af 140. þingi. Þá var Siv Friðleifsdóttir oftast skráð með fjarvist og það sama á við um 139. þingið og það 140.

Nú skal það tekið fram að hér er ekki um að ræða skráningu á því hvernig þingmenn mæta í vinnuna.  Hér er um að ræða fjarvistaskrá sem þingmenn skrá sig á fyrirfram. Ástæður þess geta verið margvíslegar og í mörgum tilfellum önnur vinna á vegum þingsins. Þannig situr Siv Friðleifsdóttir í Íslandsdeild Norðurlandaráðs (og hefur gert síðan 2007) og sú seta kallar eflaust á mikil ferðalög.

Hérna má sjá efstu 10 þingmenn á seinustu 6 þingum myndrænt:

Og hér eru þing 135 -140 í heild sinni:

 

Öll gögnin má svo nálgast í Google Spreadsheet hér, sem csv skrá og sqlite3 grunnur hér.