Dómnefndir og símakosning í júróvisjón

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva birti fyrr í dag heildarúrslit úr síðustu júróvisjón keppni. Í þeim gögnum má sjá hvernig símakosningin fór, sem og hvernig atkvæði dómefnda féllu.

Lítum fyrst á fyrri undanriðilinn. Gott er að raða eftir dálkinum ‘Mismunur á sæti’. Hærri tala þar þýðir meiri munur á úrslitum símakosningar og dómnefndar (mínus tala gefur til kynna að dómnefnd vildi lægra sæti en símakosning og öfugt).

Fyrri undanriðill:

[table id=7 /]

Hér má sjá að pöpullinn var virkilega hrifinn af rússnesku ömmunum og setti þær í fyrsta sæti, en sérfræðingunum þótti það ekki merkilegt og raðaði þeim í áttunda.

Sömuleiðis féllu ofvirku tvíburarnir í Jedward vel í kramið hjá almúganum en hliðstæður Magga Kjartans í Evrópu vildu sjá langtum minna af þeim.

Um ömurð austurríska framlagsins voru allir sammála.

Íslenska framlagið þótti í lakari kantinum á báðum vígstöðvum (áttunda sæti í símakosningu og ellefta hjá dómnefndum).

Þá er það seinni undanriðillinn.

Seinni undanriðill

[table id=8 /]

Hér vekur helst athygli að norska lagið féll alls ekki að smekk dómnefnda, sem settu það í 18 sæti, en símavinir Norðmanna í það sjötta. Það nægði þeim til að komast í úrslitin (sem var kannski enginn greiði, þar sem lagið endaði í síðasta sæti með stjö stig)

Bæði símakosningin og dómnefndirnar settu Svíþjóð í fyrsta sæti.

Einnig er athyglivert að Litháen lenti í þriðja sæti í undanriðlinum en einungis í fjórtánda sæti í úrslitunum.

Vindum okkur í úrslitakvöldið.

Úrslit

[table id=9 /]

Sem fyrr voru allir sammála um að lag Svía væri það besta í heimi. Og sem fyrr voru almenningur og sérfræðingar ekki sammála um að rússnesku ömmurnar væri neitt merkilegar. Mesti ágreiningurinn var þó um framlag Tyrkja, en í símakosningu lenti það í fjórða sæti en dómnefndir settu það í tuttugasta og annað sæti.

Frakkar fengu núll stig úr símakosningunni.

Ísland fékk fá stig, hvorki úr símakosningunni né frá dómnefndum.