Umferðin við Landspítalann

[style-my-gallery options=’animation: “fade”, controlsContainer: “.flex-container”, controlNav: false’]

 

Landspítalinn er einn stærsti vinnustaður landsins. Fjöldi starfsmanna í upphafi árs 2011 var 4.590. Slíkur fjöldi kallar á allskonar umferðarmannvirki. Eins og sjá má á loftmyndunum hér að ofan (sem allar eru fengnar frá Borgarvefsjá) hefur bílastæðum við spítalann fjölgað verulega. Árið 1984 eru skilgreind stæði fyrir framan aðalinngang og við kvennadeild en 1990 er búið að útbúa stæði á svæðinu milli Hringbrautar og geðdeildarhúsanna. Árið 2008, þegar Hringbraut var flutt, var svo stæðum bætt við milli Gömlu-Hringbrautar og kvennadeildar.

Í samgöngustefnu spítalans frá 2011 er tiltekið að bílastæði við spítalann séu 1.140 og í drögum að deiliskipulagi fyrir nýjan Landspítala er gert ráð fyrir 1.600 stæðum í fyrsta áfanga (þar af 1.260 ofanjarðar) og 2.000 alls þegar byggingu verður lokið (þar af 500 ofanjarðar).

En hvenær er mesta umferðarálagið við Landspítalann?

Á heimasíðu spítalans eru uppfærðar staðtölur á 15 mínútna fresti um nokkrar lykiltölur. Ein þeirra er hversu margir eru við vinnu:

 

Með því að safna þessum tölum saman með reglulegu millibili má átta sig á því hvenær umferðarálagið við spítalann er sem mest [1. Ég safna sömu tölum til notkunar í twitter þjarkinn @landspitali, sem tvítar þessum tölum á klukkustundar fresti. Þú getur skoðað aðra þjarka sem ég rek hér.] Hér má sjá graf fyrir seinustu tvo sólarhringa.

Á hádegi á sunnudegi um hásumar voru um 400 starfsmenn við vinnu og fer fækkandi fram til 7 á mánudagsmorgni. Þá fjölgar þeim gríðarlega hratt fram til 9 og fjöldinn nær loks hámarki um hádegi þegar rúmlega 1.500 manns eru við vinnu. Klukkan 16 fer þeim svo að fækka og kl. 17 eru um 500 manns við vinnu.

Af þessu má sjá að álagið á gatnakerfið í kringum spítalann er langmest milli 7 og 8 árla morguns og svo milli 16 og 17 síðdegis.

Hinir kapítalísku Ólympíuleikar

Ólympíuleikarnir eru merkilegt fyrirbæri. Íþróttafólk frá yfir 200 löndum kemur saman. Það eru ekki margir viðburðir sem draga til sín fulltrúa frá eins mörgum þjóðlöndum. Umstangið í kringum leikana hefur aukist í hvert sinn og þeir Ólympíuleikar sem við sjáum í dag eiga fátt sameiginlegt (eðlilega) með leikunum á fyrri hluta tuttugustu aldar.

Með hverjum leikum eykst markaðssetningin, brjálsemin og sölumennskan í kringum þá. Leikarnir sem nú standa fyrir dyrum í London eru þar engin undantekning. Sólveig Anna Jónsdóttir fjallar aðeins um það hér. Ég ætla hinsvegar að benda ykkur á hvernig gagnablaðamennska getur flett ofan af því sem sumir vilja halda leyndu.

(more…)

Alþingisvefurinn bættur

Það er eins algild skoðun og getur verið að vefur Alþingis þarfnist stórkostlegra endurbóta. Hlutar vefsins eru, að mér sýnist, keyrðir á perl skriftum frá 1995 og framsetning efnis (sem og aðgengi að því) er fyrir neðan allar hellur.

Eitt sem truflar mig er útlit á ræðum og lagasafni. Engar spássíur eru í texta, sem gerir hann ill-læsilegan. Letur er í smærra lagi og fjöldi neðanmálsgreina gerir línubil ójafnt.

(more…)