Dómnefndir og símakosning í júróvisjón
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva birti fyrr í dag heildarúrslit úr síðustu júróvisjón keppni. Í þeim gögnum má sjá hvernig símakosningin fór, sem og hvernig atkvæði dómefnda féllu.
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva birti fyrr í dag heildarúrslit úr síðustu júróvisjón keppni. Í þeim gögnum má sjá hvernig símakosningin fór, sem og hvernig atkvæði dómefnda féllu.
Hvað ætli séu margir hundar í Reykjavík?
16. maí síðastliðinn tók gildi ný samþykkt um hundahald í borginni. Þar er kveðið á um að skrá yfir veitt leyfi til hundahalds skuli birt á heimasíðu umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. Og nú er listinn kominn á netið hér.
Þarna má leita eftir heimilisföngum. Það er svosem ágætt. En væri ekki gaman að sjá þetta á korti? Jú, það væri það einmitt.
Þessvegna tók ég gögnin saman og útbjó kort sem er hér: gogn.in/hundar. Þar má sjá hversu mörg hundaleyfi eru í næsta nágrenni við hvaða punkt sem er í borgarlandinu.