Dead Negro Hollow

Hvern hefði grunað að örnefni í Bandaríkjunum innihéldu kynþáttaníð? Kannski flesta. En hversu mörg örnefni?

Um daginn barst á póstlista sem ég er á, beiðni um að komast að nákvæmlega því. Og þar sem ég hafði ekkert annað að gera þá beit ég á agnið.

(more…)

Hvað kostar að vera í NATÓ?

NATÓ er hernaðarbandalag 28 ríkja. Íslendingar eru stofnmeðlimir, hafa verið með frá upphafi, eða í 63 ár. Fjármál NATÓ eru ekkert sérstaklega gegnsæ. Það er erfitt að afla sér upplýsinga um heildarkostnað þessara 28 ríkja við að reka hernaðarbandalagið. Þó eru reglulega gefnar út hlutfallstölur um framlag einstakra ríkja. Þannig greiddu Íslendingar fyrir árin 2010 og 2011 0,0658% af hinum borgaralega kostnaði NATÓ. Sameiginlegum kostnaði bandalagsins er skipt í þrjá hluta: borgaralegur, hernaðarlegur og framlög til „NATO Security Investment Programme.“ Hlutföll eru yfirleitt eins (eða mjög svipuð) innan þessara þriggja hluta og því skulum við bara fást við borgaralega hlutann hér.

(more…)

Fjarvistir þingmanna

Í byrjun árs 2011 vann ég í skamman tíma við að skrifa “fréttir” fyrir eyjan.is. Ein þeirra var samantekt á fjarvistum þingmanna á frá 120. þingi til þess 138., en því var þá nýlokið. Samantektin er hér.

Nú hef ég uppfært þessa samantekt þannig að hún nái einnig yfir 139. og það sem liðið er af 140. þingi. Þá var Siv Friðleifsdóttir oftast skráð með fjarvist og það sama á við um 139. þingið og það 140. (more…)