Staðan skýrist – Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Björt framtíð tapa fylgi

Uppfært 28. okt kl 13:30 með öllum könnunum sem komu út 27. okt. Í fyrri keyrslu vantaði könnun Zenter rannsókna. Efnislega breytir það nánast engu.

Þónokkrar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna á seinustu dögum. Eins og sjá má á grafinu og töflunni hér að neðan, sem byggir á útreikningum reiknilíkans sem lýst er hér og hér.

Fylgi flokka með 95% „credible“ öryggisbilum. Reiknað 28. okt. Viðmiðunardagsetning: 26. okt

Fylgi flokka með 95% „credible“ öryggisbilum. Reiknað 28. okt. Viðmiðunardagsetning: 26. okt

Mat á fylgi flokka
Flokkur Lægri mörk Efri mörk Miðgildi
Sjálfstæðisfl. 24.4 28.6 26.5
Vinstri græn 16.3 19.9 18.1
Píratar 6.2 8.8 7.5
Viðreisn 6.4 9.0 7.7
Framsókn 8.5 11.4 9.9
Samfylkingin 11.5 14.8 13.2
Flokkur fólks 3.0 4.9 3.9
Björt framtíð 1.3 2.6 1.9
Miðflokkurinn 9.1 12.0 10.5

Þróun fylgis yfir tíma

Þróun flokk um og yfir 10% yfir tíma

Þróun flokk um og yfir 10% yfir tíma

Stundum má sjá í umfjöllunum að „fylgið sé á mikilli hreyfingu“. Eins og má sjá á eftirfarandi tveimur gröfum hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins í raun verið merkilega stöðugt. Það sama má segja um fylgi Pírata. Framan af var fylgi VG einnig frekar stöðugt (þó eftir nokkurt stökk við stjórnarslitin) en hefur síðan dalað frá því snemma í október. Að sama skapi hefur fylgi Samfylkingarinnar leitað upp á við síðan í byrjun október. Hjá stóru flokkunum er hæpið að halda því fram að allt „fylgið sé á mikilli hreyfingu“ eða að „Sjálfstæðiflokkurinn sé að ná vopnum sínum“. Raunin er að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar hefa verið með merkilega stöðugt fylgi alla kosningabaráttuna. Hafa ber í huga að fylgiskannanir eru ekki vissa um að flokkur sé að fara vinna sögulega kosningasigra, þó hann mælist hátt í könnunum við upphaf kosningabaráttu. Um þetta má sjá mörg dæmi í undanförnum kosningum. Það ma jafnvel segja að séu frekar ávísun á vonbrigði ef litið er á aukið fylgi í upphafi kosningabaráttunar sem fast í hendi.

Ef atkvæði úr kosningunum á morgun dreifast svipað og hér má sjá er ljóst að Björt framtíð, Píratar og Sjálfstæðisflokkur er að tapa nokkru af fylginu sínu á einu ári. Framsóknarflokkurinn hefur sótt á að undanförnu og tapar því ekki eins miklu og búast mætti við þegar öflugt klofningsframboð fyrrverandi formanns flokksins er tekið með í reikninginn. Bæði Samfylkingin og Vinstri græn sækja hins vegar mikið á, burt séð frá þróun kannanafylgis að undanförnu. Það vekur óneitanlega eftirtekt að Píratar virðast ekki ná að halda í vinsældir sínar þrátt fyrir að vera stjórnarandstöðuflokkur á þingi þar sem ríkisstjórn springur með látum.

Þróun fylgis flokka um og undir 10%

Þróun fylgis flokka um og undir 10%

Hins vegar er önnur þróun hjá þeim flokkum sem mælast með um og undir 10% fylgi. Þar hafði óvænt útspil  Sigmundar Davíðs nokkur „shock“ áhrif, en þau virðast vera nokkuð bundin við þá flokka sem er að finna í grafinu hér að ofan. Þó virðist nýi M-flokkur Sigmundar vera að sækja sitt (kannana)fylgi að langmestu leyti til Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þessi tilfærsla hefur ekki svo mikil áhrif á stórt fylgi Sjálfstæðisflokks en mikil áhrif á lítið fylgi Framsóknarflokksins. Þetta má sjá í könnun Félagsvísindastofnunar sem er sett fram á snilldarlegan hátt hér af Hjálmari Gíslasyni.

Í þeirri könnun er einnig t.a.m. hægt að sjá hvaðan fylgi annarra flokka virðast vera að koma síðan í seinustu kosningum. Í því samhengi má velta því fyrir sér hvaðan sé gott að sækja sér fylgi. Er það t.a.m. jafn öruggt að fá fylgi frá fyrrum kjósendum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar (eins og M-flokkur virðist vera að fá) samanborið við það að fá fylgi frá fyrrum kjósendum Pírata (eins og VG og Samfylking virðast vera að fá). Það er ýmislegt sem bendir til þess að svarendur í könnunum sem lýsa yfir stuðningi við þessa tvo flokka (Sjálfstæðisflokk og Pírata) endurspegli ekki sambærilega það sem þeir eiga að vera að sýna. Með öðrum orðum, er kannanafylgi frá fyrrum kjósendum Pírata jafn mikið í hendi og fyrrum kjósendum Sjálfstæðisflokks?

Útlitið daginn fyrir kjördag

Hægt er að setja fram líklega stöðu á tveimur stærstu flokkunum eins og við höfum gert áður.  Í stuttu máli er Sjálfstæðisflokkur alltaf með hærra fylgi en VG í 60 þús. hermunum.

Flokkur Líkindi að sigra hinn
Vinstri græn 0%
Sjálfstæðisflokkur 100%

 

Líkindin á því að flokkur sé með 5% fylgi (eða hærra) á landsvísu eru eftirfarandi:

Flokkur Líkindi að fylgi sé

5%

 

Björt framtíð 0%
Viðreisn 100%
Miðflokkur 100%
Framsókn 100%
Flokkur fólksins 1.9%
Píratar 100%

 

Gott er að hafa í huga að þó kannanir séu birtar á ákveðnum tímapunkti lýsa þær fyrst og fremst líklegri stöðu í fortíðinni en eru ekki spár í eiginlegum skilningi. Þ.e. þær eru ekki að leggja mat á líkur á óorðnum atburði. Það sama á einnig við um úrvinnslur eins og hér er sagt frá. Kannanaaðilar geta einnig haft rangt fyrir sér, eins og dæmin hafa sannað. Þó er þetta okkar besta mat á hvernig kosningaætlun kjósenda er nú stuttu fyrir kosningar.

 

– Helgi Eiríkur Eyjólfsson

helgi.eirikur@gmail.com

Sjálfstæðisflokkur í yfirburðastöðu, VG tekur dýfu

Sjálfstæðisflokkurinn virðist, eftir greiningu síðustu kannana, hafa sótt í sig veðrið og hefur nú haft sætaskipti við Vinstri græn sem fylgismesti stjórnmálaflokkurinn í aðdraganda kosninganna. Á sumum fréttamiðlum hefur mátt lesa undanfarið að fylgi Sjálfstæðisflokks og VG hafi haldist stöðugt í kosningabaráttunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi er hins vegar nokkuð síðan að leiðir byrjuðu að skilja.

Þróun stærri flokka yfir tíma. Punktalínan táknar stjórnarslitin.

Þróun stærri flokka yfir tíma. Punktalínan táknar stjórnarslitin.

Mat á fylgi flokkana nú þegar um vika er í kosningar er eftirfarandi.

Mat á fylgi flokka – Reiknað 23. okt
Flokkur Lægri mörk Efri mörk Miðgildi
Sjálfstæðisfl. 24.6 30.4 27.5
Vinstri græn 18.7 23.7 21.1
Píratar 5.1 8.5 6.8
Viðreisn 3.5 6.3 4.9
Framsókn 6.5 10.0 8.2
Samfylkingin 10.7 15.0 12.8
Flokkur fólksins 2.7 5.4 4.0
Björt framtíð 1.0 2.8 1.9
Miðflokkurinn 9.9 13.6 11.7

 

Dreifing á fylgi

Dreifing á fylgi

Á grafinu hér að ofan má sjá hvernig fylgi flokkana tveggja dreifist í 60 þús. hermunum. Fylgi VG er meira en Sjálfstæðisflokksins í einungis 0,2% tilfella. Það er nokkuð breyting frá því hvernig hlutirnir voru fyrir skömmu síðan, en þann 9. október birtum við greiningu þar sem fylgi VG var meira en Sjálfstæðisflokks í 85% tilfella. Það var fyrsta greiningin sem reynir að leiðrétta fyrir ofmati kannana á fylgi Sjálfstæðisflokksins eins og það birtist í seinustu tveimur þingkosningum og má lesa nánar um hér.

 

Fylgi flokka með 95% „credible“ öryggisbilum. Reiknað 23. okt

Fylgi flokka með 95% „credible“ öryggisbilum. Reiknað 23. okt

Taflið hefur snúist við hjá Sjálfstæðisflokki og VG

Fylgi allra flokka. Mat reiknað 18. okt

Fylgi allra flokka. Mat reiknað 18. okt

Samkvæmt mati okkar á fylgi flokkana í aðdraganda þingkosningar 2017 hafa vinstri græn verið með yfirhöndina frá því við birtum fyrstu útreikninga hér. Síðan þá hefur VG haft betur en það dregið hefur saman með flokkunum tveimur jafn og þétt. Síðast voru ca. 50/50 líkur. Nú eru niðurstöður líkansins sú að Sjálfstæðisflokkur virðist nú njóta mestan stuðning kjósenda þegar tíu dagar eru til kjördags.

Flokkur Lægri mörk Efri mörk Miðgildi
Sjálfstæðisfl. 22.1 27.4 24.7
Vinstri græn 19.5 24.3 21.8
Píratar 6.7 10.1 8.4
Viðreisn 4.1 6.8 5.4
Framsókn 6.3 9.4 7.8
Samfylkingin 12.0 16.1 14.0
Flokkur fólks 3.6 6.3 4.9
Björt framtíð 1.0 2.7 1.8
Miðflokkurinn 8.9 12.2 10.5

 

Hér má síðan sjá svipaða mynd sem sýnir dreifingu fylgis flokkana úr 60 þús. hermunum.

Dreifing á fylgi úr hermunum

Dreifing á fylgi úr hermunum. Rauða punktalínan táknar 5% mörkin til að eiga möguleika á uppbótarþingsætum.

 

Eins og staðan er í dag er metur líkanið líkurnar á að Sjálfstæðisflokkur sé stærri en VG upp á 92%. Staðan var þveröfug fyrir stuttu síðan.

Flokkur Líkindi að sigra hinn
Vinstri græn 8.2%
Sjálfstæðisflokkur 91.8%

 

Tay votes

Staðan 14. okt – Sjálfstæðisflokkur og VG hnífjöfn

Það eru sléttar tvær vikur í kjörfund. Frá því við hittum ykkur síðast, fyrir fimm dögum, hafa birst 4 fylgiskannanir. Frá Fréttablaðinu/365, MMR, Gallup og Félagsvísindastofnun. Það dregur saman í fylgi stærstu flokkana, Sjálfstæðisflokksins og VG, og líkanið greinir varla mun þar á.

Flokkur Neðri mörk Efri mörk Miðgildi
Sjálfstæðisfl. 23.8 28.2 26.0
Vinstri græn 23.9 28.1 26.0
Píratar 5.7 8.2 6.9
Viðreisn 2.2 4.1 3.1
Framsókn 4.9 7.2 6.1
Samfylkingin 11.6 14.7 13.1
Flokkur fólksins 5.3 7.7 6.5
Björt framtíð 2.3 4.0 3.1
Miðflokkurinn 6.6 9.1 7.8
Fylgi allra flokka. Mat reiknað 14. okt

Fylgi allra flokka. Mat reiknað 14. okt

Eins og sjá má á töflunni hér að neðan ræður hending því hvor sé stærri flokkurinn í augnablikinu.

Flokkur Líkindi að sigra hinn
Vinstri græn 51%
Sjálfstæðisflokkur 49%
Dreifing fylgis Sjálfstæðisflokks og VG. Reiknað 14. okt

Dreifing fylgis Sjálfstæðisflokks og VG. Reiknað 14. okt

Á grafinu hér að ofan má sjá hvernig fylgið dreifist í 60 þús hermunum.

Þróun yfir tíma

Eins og sjá má gröfunum hefur Samfylkingin töluvert sótt í sig veðrið að undanförnu og flokkur Pírata heldur áfram að lækka jafn og þétt.

Stærri flokkar. Mat reiknað 14. okt

Stærri flokkar. Mat reiknað 14. okt

Minni flokkar. Mat reiknað 14. okt

Minni flokkar. Mat reiknað 14. okt

 

Hér og hér má lesa nánar um aðferðirnar við matið á kosningaætlun landsmanna fyrir þingkosningar 2017.

Nýjar kannanir – nýtt mat – breytt aðferð

 

Síðan við birtum mat okkar á stöðu flokkanna hérna þann 2. okt hafa komið fram tvær nýjar kannanir, ein frá Fréttablaðinu og önnur frá Félagsvísindastofnun sem var birt í Morgunblaðinu. Í millitíðinni hefur einnig verið unnið að því að breyta aðferðinni við matið með því að reyna að taka tillit til mögulegs kerfisbundins van- og ofmats. Um það má lesa hérna. Ákveðið var að fara varfærna leið í leiðréttingu og miða við ákveðin neðri mörk í leiðréttingunni.

Ef við gefum okkar að staðan í van- og ofmælingu nú sé svipuð og hún var í þingkosningunum 2013 og 2016, metum við það svo að staða flokkanna sé eins og má sjá hér að neðan.

Mat á fylgi flokka 03. okt 2017
Flokkur lægri mörk efri mörk miðgildi
Sjálfstæðisfl. 22.0 27.5 24.7
Vinstri græn 24.4 29.6 27.0
Píratar 5.7 8.9 7.3
Viðreisn 1.5 3.8 2.6
Framsókn 4.0 6.9 5.5
Samfylkingin 9.3 13.0 11.1
Flokkur fólks 6.7 10.0 8.4
Björt framtíð 1.6 3.7 2.6
Stj.fl. SDG 7.7 10.8 9.2
Mat á fylgi flokka. Unnið 7. okt 2017

Mat á fylgi flokka. Unnið 7. okt 2017

Við metum það því svo að bilið á milli Sjálfstæðisflokks og VG sé ekki eins mikið og einnig metum fylgi Pírata sem minna en ætla mætti af nýbirtum könnunum. Það sem gerir okkur erfiðara fyrir er síbreytilegt landslag íslenska flokkakerfisins, þar sem tveir flokkar sem komu nýir fram í seinustu tveimur kosningum (BF árið 2013 og Viðreiðsn 2016) virðast nú mælast mjög lágt en tveir nýir flokkar (Flokkur fólksins og Miðflokkur SDG) myndu skv. nýjasta matinu okkar komast á þing. Hvort þessir nýju flokkar séu of- eða vanmældir er mjög erfitt að segja til um. Eina forsendan sem virðist vera öruggast að miða við er að könnunaraðilarnir séu að meta fylgið óbjagað. Hvort það reynist raunin kemur síðan í ljós á sunnudeginum eftir kosningarnar 28. október.

Stærsti flokkurinn

Eins og síðast getum við metið líkindin á því hver sé stærsti flokkurinn (VG eða Sjálfstæðisflokkurinn). Eins og sjá má á töflunni metur líkanið það svo að það sé enn VG, þrátt fyrir leiðréttingu á vanmati á fylgi Sjálfstæðsflokksins.

Flokkur Líkindi að sigra hinn
Vinstri græn 84.5%
Sjálfstæðisflokkur 15.5%

Þróun yfir tíma

Þróun fylgis Sjálfstæðisflokks, VG og Pírata

Þróun fylgis Sjálfstæðisflokks, VG og Pírata

Þróun aðra fylgis annara flokka

Þróun aðra fylgis annara flokka

 

– Helgi Eiríkur Eyjólfsson

helgi.eirikur@gmail.com