Fylgi flokkanna

Á þessu ári hafa verið gerðar opinberar rúmlega 20 kannanir um fylgi flokkana af fjórum aðilum (Capacent-Gallup, Fréttablaðið/Stöð2, Félagsvísindastofnun og MMR) þegar þetta er ritað.  Vert er að taka það fram að hér eru ekki taldar með kannanir með sjálfvöldu úrtaki á heimasíðum  Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, Útvarpi Sögu og einhverjum facebook-könnunum hinna og þessa aðila sem á ritstjórnir sumra fjölmiðla hafa meðal annars ákveðið að fjalla um, af óskiljanlegum ástæðum.

Af einhverjum ástæðum er það lenska hjá fjölmiðlum að miða ávallt nýjustu fylgiskannanir við seinasta mælipunkt sama aðila sem framkvæmdi þá könnun sem er til umfjöllunar (MMR við seinustu MMR könnun, Félagsvísindastofnun við seinustu könnun þeirra o.sv.fr.). Þessar kannanir eru allar að mæla það sama (fylgi flokka) og því ekki að skoða þær saman?

Hver er stóra myndin?

Það er ákveðin hætta á því að fólki sem er drekkt í könnunum þegar stutt er í kosningar eigi erfitt með að sjá stóru myndina, skiljanlega. Því eru hér niðurstöður fylgiskannana ársins settar á fylgnirit (e. scatterplot) þar sem tími er á x-ásnum og fylgnihlutfall á y-ásnum. Til að átta sig betur á þróuninni á árinu á fylgi flokkana var teiknuð loess-lína til að jafna út breytingarnar á fylginu yfir tíma.

p_final

Hér er stóra myndin orðin eilítið skýrari. Ótrúlegur vöxtur á fylgi Framsóknarflokksins hættir í byrjun aprílmánaðar og niðursveifla Sjálfstæðisflokksins einnig. Strax byrjar að draga saman með þessum tveimur flokkum og þó loess línur séu ekki heppilegasta tækið til að spá fyrir um framtíðina virðist Sjálfstæðisflokkur ætla að enda í meiri fylgi en Framsóknarflokkur.

En það er fleira merkilegt að sjá þarna; svo sem fylgi Bjartrar framtíðar sem og Pírata. Björt framtíð virðist hafa glatað vopnum sínum á árinu og hefur leiðin legið stöðugt niður á við og virðist ekkert lát á því svo stuttu fyrir kosningar. Það hlýtur að vera þeim áhyggjuefni. Píratar virðast á hinn bóginn hafa fundið sín vopn í byrjun ársins en það virðist sem svo að þeim hafi fatast flugið á lokasprettinum, en fátt virðist koma í veg fyrir að þau nái fólki inn á þing á þessu stigi máls.

Samanburður mælinga

Til að athuga mögulegan mismun á mælinum milli aðila var búið til annað fylgnirit og línur dregnar á milli mælipunkta sama aðila og gröfum skipt um eftir flokkum. Eðlilega raðast línurnar þvers og kruss yfir loess línuna en athygli vekur hve stöðugt munar miklu á mælingum Capacent-Gallup og Fréttablaðsins/Stöð2 á Framsóknarflokknum. Á tímabili það mikið að Fréttablaðið mælir Framsókn með heil 40% á meðan Capacent fer aldrei yfir 30% markið. Á meðan dansa MMR mælingarnar við meðal loess línuna. Þegar lengra dregur í tíma virðist þó draga saman með mælingunu. Þetta vekur þó óneitanlega nokkra athygli.

p2_final

Fylgi einstakra flokka

 

Ap_final Vp_final Sp_final Dp_final Pp_final Bp_final

 

– Helgi Eiríkur Eyjólfsson, helgi.eirikur@gmail.com, @svelgur

 

5 thoughts on “Fylgi flokkanna

 1. Þetta er svo flott uppsett og áhugavert á skoða þessar myndir. Sérstaklega muninn á milli ólíkra kannana. Ein spurningin er hvort að Fréttablaðið / Stöð 2 sé með kerfisbundið ofmat á fylgi Framsóknar – eða hvort það eru hin kannanafyrirtækin sem eru með kerfisbundið vanmat á fylgi flokksins. Kemur í ljós á morgun?!

 2. Takk fyrir hrósið, Eva Heiða. Það er erfitt að fullyrða hvort kerfisbundið ofmat á Framsóknarflokknum hjá Fréttablaðinu / Stöð 2. En þessi munur vekur óneitanlega upp spurningar hvort það sé. Það er líka alveg eins líklegt að um sé að ræða kerfisbundið vanmat hjá hinum kannanafyrirtækjunum, MMR, Capacent-Gallup og Félagsvísindastofnun (sem er reyndar með mun færri mælipunkta). Við vitum bara ekkert um það á þessu stigi máls.

  Ég held að ég fari ekki með fleipur þegar ég fullyrði að öll þessi fyrirtæki notu sömu spurningar og deiliaðferðir við að meta fylgi flokkana, og vinna út frá þeirri forsendu að Sjálfstæðisflokkurinn sé ætíð ofmetinn.

  Það er þó einn munur á aðferðum Fréttablaðsins / Stöð 2. Hann er að Fbl./St. 2 taka úrtak úr þjóðskrá og hringja út í „ferskt“ úrtak í hvert sinn en hinir aðilarnir þrír taka úrtak úr sínum eigin netpanel. Ef netpanellinn er með innbyggða skekkju í pólitískum skoðunum þá myndi sú skekkja væntanlega hafa áhrif við mat á fylgi flokka.

 3. Flott framsetning!
  Hér kemur augljóslega í ljós að kannanir eru ekki mælingar heldur mat byggt á tölfræðilegum niðurstöðum á úrtaki sem er á einhvern hátt valinn á tilviljunarkenndan máta.
  Ef litið er á fylgið þá virðist vera fylgni milli fjölda sem standa á bak við hvern valflokk og flökkts milli kannana. Slíkt er það sem ætti að hafa á bak við eyrað!

  Í raun er ekki hægt að hægt að túlka niðurstöðurnar eins og fjölmiðlar hafa gert með því að túlka hverja eina og einustu tölu án þess að bera saman hverjar eru líkurnar á því að breyting á niðurstöðum séu vegna tilviljanna eða vegna raunverulegrar fylgisaukningar eða taps.
  Þessi flotta framsetning er sýnir hvernig ætti að túlka niðurstöður án þess að lenda í oftúlkun!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>